Nýskipuð verðlagsnefnd búvara
Sigurður Ingi Jóhannsson hefur skipað nýja verðlagsnefnd búvara en hún starfar samkvæmt lögum nr. 99/1993. Nefndin er skipuð til eins árs í senn og skulu tveir fulltrúar tilnefndir af samtökum launþega, tveir af Bændasamtökum Íslands og tveir af Samtökum afurðastöðva í mjólkurframleiðslu. Ráðherra tilnefnir einn fulltrúa og er hann formaður nefndarinnar.
Samtök launþega, þ.e. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og stjórn Alþýðusambands Íslands, ákváðu að nýta sér ekki rétt sinn til tilnefningar. Samkvæmt lögunum féll það því í hlut ráðherra vinnumarkaðar að tilnefna tvo fulltrúa í nefndina.
Eftirtaldir skipa verðlagsnefnd búvara:
- Ólafur Friðriksson, formaður
- Sigurður Loftsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Jóhannes Æ. Jónsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
- Guðrún Sigurjónsdóttir, tilnefnd af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
- Björg Bjarnadóttir, tilnefnd af velferðarráðuneytinu
- Sverrir Björn Björnsson, tilnefndur af velferðarráðuneytinu
Varamenn eru þau:
- Þórarinn Pétursson, tilnefndur af Bændasamtökum Íslands
- Guðný Helga Björnsdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Íslands
- Rögnvaldur Ólafsson, tilnefndur af Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf.
- Guðmundur Gils Einarsson, tilnefndur af velferðarráðuneytinu
Með nefndinni starfar Kristín Edda Sigfúsdóttir, fulltrúi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.