Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Matís og Tilraunastöð HÍ að Keldum verða tilvísunarrannsóknarstofur

Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR
Oddur Gunnarsson Matís og Ólafur Friðriksson ANR

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur í vikunni gert þjónustusamninga við Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum og Matís ohf. um að taka að sér að gegna hlutverki tilvísunarrannsóknarstofa fyrir Íslands hönd á tilteknum sviðum. Með þessu er íslenska ríkið að uppfylla skyldu samkvæmt EES-samningnum á sviði matvælaöryggis. 

Með tilnefningu tilvísunarrannsóknastofa er ætlunin að stuðla að miklum gæðum og samræmi greiningarniðurstaðna. Þær gegna margþætti hlutverki, s.s. að veita landsbundnum tilvísunarrannsóknarstofum upplýsingar um greiningaraðferðir, samræma beitingu aðferða við greiningar og skipuleggja samanburðarprófanir. Þá miðla þær þekkingu og upplýsingum frá tilvísunarrannsóknarstofum ESB til lögbærra yfirvalda og veita lögbærum yfirvöldum vísindalega og tæknilega aðstoð við að koma á samræmdum eftirlitsáætlunum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta