Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið

Atvinnuleysi 2,6% í júní

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun

Samtals voru 4.757 manns skráðir án atvinnu hjá Vinnumálastofnun í júní sl. og hafði þá fækkað um 400 frá í maí. Skráð atvinnuleysi var 2,6% í júní. Að meðaltali voru 2.086 karlar á atvinnuleysisskrá (2,1%) en 2.671 kona (3,2%). Þetta kemur fram í nýbirtu yfirliti Vinnumálastofnunar um atvinnuástand í júní.

Atvinnulausum fækkaði að meðaltali um 151 á höfuðborgarsvæðinu og var atvinnuleysi þar 2,9% í júní. Á landsbyggðinni fækkaði atvinnulausum um 249 frá maí og var atvinnuleysi þar 2,1%. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 3,1%. Minnst var atvinnuleysið á Norðurlandi vestra, 1,2%, og 1,5% á Austurlandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira