Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Hækkun tolla skýrist af hækkun SDR gengis

Í fréttum hefur komið fram að atvinnuvegaráðuneytið hafi hækkað tolla á WTO tollkvótum sem nú er verið að úthluta. Við ákvörðun tolla er miðað við svokallað SDR gengi sem tekur breytingum á milli ára. Í fyrra var viðmiðunargengi SDR 175,70 en í ár er það 188,64 sem þýðir hækkun um rúm 7%. Þessi útreikningur er gerður samkvæmt tollalögum.

 

Sem dæmi er tollur á ostum, tollskrárnúmer 0406.3000, reiknaður með eftirfarandi hætti:

Árið 2015 er tollabinding 3,40 * 188,64 * 0,32 = 205 kr./kg.

Árið 2014 er tollabinding 3,40 * 175,70 * 0,32 = 191 kr./kg.

 

Þessi hækkun tolla skýrist því eingögnu á hækkun SDR gengis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta