Frumvarp um vigtun sjávarafla og fleira lagt fram til umsagnar
Drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar eru hér lögð fram til umsagnar, en drögin hafa verið unnin í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Í þeim er gert ráð fyrir verulegum breytingum á framkvæmd vigtunar sjávarafla. Má þar helst nefna að heimild til endurvigtunar fellur niður, dagróðrabátar landi afla á 4% fastri ís %, útilegubátar geri samning við Fiskistofu um nettóþyngd í kari, hitastigsmælingar, álagningu stjórnsýslusekta, hertar reglur um afladagbók og fl.
Þess er óskað að umsagnir berist ráðuneytinu eigi síðar en 15. september 2015, en unnt er að senda umsagnir bréfleiðis eða á netfangið [email protected].
.