Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2015 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Drög að þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun

Á vorþingi 2014 var samþykkt þingsályktun þar sem heilbrigðisráðherra var falið í samvinnu við félags- og húsnæðismálaráðherra að móta geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlun til fjögurra ára og leggja fram á Alþingi sem tillögu að þingsályktun.

Unnið hefur verið að þessu verkefni á vegum velferðarráðuneytisins undanfarið ár og eru drög að nýrri þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu nú lögð fram á vef velferðarráðuneytisins til kynningar og umsagnar. Drögin voru unnin af stýrihópi sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í júlí 2014. Með hópnum störfuðu einnig fimm undirhópar sem fjölluðu um mismunandi málaflokka á sviði geðheilbrigðismála auk þess sem fjölmargir aðrir lögðu hönd á plóginn.

Óskað er eftir umsögnum og ábendingum um drögin og að þær berist ráðuneytinu eigi síðar en 20. ágúst nk. á netfang velferðarráðuneytisins: [email protected].

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira