Hoppa yfir valmynd
17. ágúst 2015 Forsætisráðuneytið

Samráðsvettvangur tekur til starfa

Settur hefur verið á laggirnar samráðsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaðila á Rússlandsmarkaði vegna þeirrar stöðu sem upp er komin upp í viðskiptasamskiptum Íslands og Rússlands. Fyrsti fundur samráðsvettvangsins var haldinn í dag, undir forystu forsætisráðuneytisins, en fundinn sátu fulltrúar viðkomandi ráðuneyta og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Á morgun fundar samráðsvettvangurinn með fulltrúum Landssamtaka fiskeldisstöðva og Landssambands smábátaeigenda.

Markmið samráðsvettvangsins er að greiða fyrir upplýsingagjöf og samræma aðgerðir þeirra sem að málinu koma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum