Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu afhendir ráðherra tillögur sínar

Frá afhendingu skýrslunnar.

Starfshópur um landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra niðurstöður sínar og tillögur.

Starfshópurinn var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra í nóvember 2013 og skilaði af sér áfangaskýrslu vorið 2014. Í lokaskýrslunni er niðurstöðum starfshópsins skipt í þrjá meginflokka. Í fyrsta lagi er fjallað um forsendur skipulags og ákvarðanatöku um landnotkun. Telur starfshópurinn m.a. brýnt að samræma verklag hjá opinberum stofnunum við öflun, skráningu, viðhald og miðlun landupplýsinga á Íslandi. Þá er lagt til að ríkið móti sér eigendastefnu um nýtingu og aðra ráðstöfun landareigna í þess eigu.

Í öðru lagi er fjallað um mikilvægi stefnumörkunar og lögleiðingar áætlana fyrir ólíka málaflokka, s.s. landbúnað, landgræðslu, skógrækt og ferðaþjónustu. Slíkar áætlanir fælu í sér stefnumótun til langs tíma og framkvæmdaáætlanir til skemmri tíma. Leggur starfshópurinn til að mótuð verði stefna um stuðning ríkisins í þágu sjálfbærrar landnýtingar og náttúruverndar.

Loks er fjallað um stefnumörkun sem snýr m.a. að sveitarfélögum. Leggur starfshópurinn til að hvert sveitarfélag móti sér stefnu um uppskiptingu bújarða m.a. með hliðsjón af flokkun landbúnaðarlands, jarðalögum og eigin atvinnustefnu. Enn fremur þurfi að fjalla um loftslagsbreytingar, möguleg áhrif þeirra, aðlögun og mótvægisaðgerðir í áætlunum á vegum ríkis og sveitarfélaga, þar með talið í skipulagsáætlunum og áætlunum fyrir ólíka málaflokka.

Landnotkun í dreifbýli og sjálfbær landnýting - lokaskýrsla

Landnotkun í dreifbýli og sjálfbær landnýting – áfangaskýrsla

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum