Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 9. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Með drögunum er lögð til ný heildarreglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Um nokkurt skeið hefur staðið til að endurnýja núgildandi reglugerð sem er frá árinu 1994 enda ljóst að reiðhjólum hefur fjölgað mikið á Íslandi og notkun þeirra aukist verulega. Ákveðin hjólreiðamenning hefur verið að skapast hér á landi t.a.m. með tilkomu reiðhjólastíga. Við gerð draganna hefur verið horft til danskra reglna um gerð og búnað reiðhjóla sem og sænskra reglna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira