Hoppa yfir valmynd
27. ágúst 2015 Utanríkisráðuneytið

27.8.2015 Fyrsta ráðstefna aðildarríkja Vopnaviðskiptasamningsins (ATT)

Fundurinn samþykkti einróma þingskapar- og fjárhagsreglur svo og drög að upplýsingagjöf aðildarríkja um vopnamál. Ákveðið var að hafa skrifstofu samningsins í Genf og ráða Simeon Dumisani Dladla frá Suður-Afríku sem fyrsta framkvæmdastjóra hennar. Fundurinn setti á stofn stjórnunarnefnd skipaða fulltrúum Côte d'Ivoire (Fílabeinsstrandarinnar), Tékkneska lýðveldisins, Frakklands, Jamaíka, Japan og Nígeríu. Emmanuel E. Imohe, sendiherra Nígeríu, var kjörinn forseti næstu ráðstefnu aðildarríkja. Fulltrúi Íslands á ráðstefnunni var Pétur Thorsteinsson.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum