Hoppa yfir valmynd
3. september 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Ísland fullgildir alþjóðasamning FAO um hafnríkisaðgerðir til að berjast gegn ólöglegum fiskveiðum

FAO
FAO

Ísland hefur fullgilt alþjóðasamning FAO Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 2009 um hafnríkisaðgerðir til að fyrirbyggja, hindra og uppræta ólöglegar, ótilkynntar og eftirlitslausar veiðar. Sem stendur hafa 13 ríki fullgilt samninginn en 25 ríki þurfa að fullgilda hann svo að hann öðlist gildi. Fiskimáladeild FAO hefur lagt ríka áherslu á að sem flest ríki gerist aðilar að samningnum og fullgildi hann. 

Samningurinn um hafnríkisaðgerðir er fyrsti bindandi alþjóðasamningur á sviði fiskveiða síðan svonefndur úthafsveiðsamningur um verndun deilistofna og víðförulla fiskstofna og stjórn veiða úr þeim var samþykktur árið 1995. Samningurinn um hafnríkisaðgerðir er nátengdur efni úthafsveiðisamningsins, en í 23. gr. þess samnings er ríkjum fengin heimild og lögð á þau skylda til að beita hafnríkisreglum í lögsögu sinni til að stuðla að virkni alþjóðlegrar verndunar og stjórnarráðstafana.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta