Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundargerð 1. fundar starfshóps, 15. september 2015

Fundarstaður: Velferðarráðuneytið, Stefnið.
Fundartími:
Þri. 15. september 2015, kl. 11:00-12:00.

Mætt: Berglind Magnúsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Halldór S. Guðbergsson, Sigríður Jónsdóttir og Tryggvi Þórhallsson og Rósa G. Bergþórsdóttir sem er starfsmaður hópsins.

Fundurinn hófst á því að Sigríður Jónsdóttir formaður verkefnisins kynnti vinnuna. Leitað verður eftir víðtæku samráði og samstarfi við hagsmunaðila og aðra sérfræðinga.

Bent var á nokkur gögn sem höfð verða til hliðsjónar eins og gildandi framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014, tölulegar upplýsingar frá Hagstofunni og mat á yfirfærslu á flutningi þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Mikilvægt er að horfa til þeirra stefna sem liggja fyrir, eins og áætlun um nýsköpun í velferðartækni, vinnumarkaðsstefnu þar sem komið er inn á málefni fólks með skerta starfsgetu og stefnu í málefnum innflytjenda. Horfa verður til ýmissa málaflokka, eins og mennta,- heilbrigðis- og skipulagsmála. Þörf er á að horfa víða.

Ákveðið var að fundir færu fram á 2ja vikna fresti, í tvo tíma í senn að öllu jöfnu og næst verði fundað mið. 23. sept. frá kl. 10-12 og hálfsmánaðarlega þaðan í frá, fram til jóla a.m.k. Þá yrðu haldnir lengri vinnudagar eftir þörfum.

Rætt var til hvaða tímabils framkvæmdaáætlunin ætti að ná. Tímarammi verkefnisins er ekki fastsettur en áætlunin er ekki á þingmálaskrá fyrir komandi þing. Því er ekki alveg ljóst hvenær hún tekur gildi en það ræðst af því hvenær hún verður samþykkt. Þá er spurning um gildistíma, hvort hún eigi að vera til 2ja eða 5 ára eða eitthvað þar á milli. Áætlun til 5 ára samræmist vel nýjum lögum um ríkisfjármál.

Óskað var eftir kynningu á vinnu við mótun geðheilbrigðisstefnu en fram kom ánægja með hana. Þá var rætt um að mikilvægt sé að gott stöðumat liggi fyrir áður en farið er af stað.

Ákveðið var að á næsta fundi færi fram kynning og umræður um tölfræðilegar upplýsingar er varða málaflokkinn og niðurstöðum kannana um stöðuna frá yfirfærslu hans frá ríki til sveitarfélaga árið 2011.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum