Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skráning á Umhverfisþing 2015 hafin

Ferðamenn á göngu.
Ferðamenn á göngu.

Skráning er hafin á IX. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. október 2015 á Grand Hótel í Reykjavík. Umhverfisþing fjallar að þessu sinni um samspil náttúru og ferðamennsku. 

Fyrir hádegi verða flutt inngangserindi um þessi efni en eftir hádegið verða erindi og umræður í tveimur málstofum. Drög að dagskrá þingsins má finna hér.

Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig á vefsíðu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins eigi síðar en 2. október nk. Þingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Þinggestir eiga þess kost að kaupa hádegismat af hlaðborði á Grand Hóteli á kr. 3.300.

Er það von umhverfis- og auðlindaráðherra að þingið verði vettvangur upplýstrar umræðu og skoðanaskipta um náttúru og ferðaþjónustu sem nýst getur stjórnvöldum við stefnumótun og almennt til að efla umræðu um náttúruverndarmál hér á landi.

Drög að dagskrá

Skráning á Umhverfisþing

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum