Hoppa yfir valmynd
16. september 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Ákvörðun ESA vísað til EFTA dómstólsins

ESA
ESA

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum þar sem íslensk stjórnvöld hafi ekki lokið við að endurheimta ólögmæta ríkisaðstoð til fimm fyrirtækja  innan tilskilins tíma, sbr. fyrri ákvörðun ESA þess efnis. 

Íslensk stjórnvöld hafa undanfarna mánuði unnið að innleiðingu ákvörðunar ESA í samráði við stofnunina og umrædd fyrirtæki. Gert er ráð fyrir að innan mánaðar verði búið að ganga frá endurgreiðslukröfum og ljúka þar með málinu.

Rétt er að geta þess að sú samkeppnisröskun sem felst í umræddri ríkisaðstoð er ekki stórvægileg - sú hæsta hleypur á fáum milljónum króna. Tvö verkefnanna komust aldrei til framkvæmda og er því ekki um neina ríkisaðstoð eða endurkröfu að ræða í þeim tilvikum.

Fallist EFTA-dómstóllinn á kröfu ESA felst í því áminning um að Íslandi beri að standa við skuldbindingar sínar innan tímamarka.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta