Þjóðarsáttmáli um læsi – hringnum lokað
Síðustu sveitarfélögin undirrituðu þjóðarsáttmála um læsi
Með þessum undirritunum í dag hefur mennta- og menningarmálaráðherra lokið hringferð sinni um landið þar sem hann hefur kynnt skólafólki og sveitarstjórnarmönnum þjóðarsáttmálann um læsi og hvatt til samstarf um þetta mikilvæga verkefni.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og fulltrúar þriggja sveitarfélaga á Vesturlandi skrifuðu undir þjóðarsáttmála um læsi í Bókasafni Akraness. Það voru Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Skúli Þórðarson sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Árni Hjörleifsson oddviti Skorradalshrepps sem undirrituðu þjóðarsáttmálann fyrir hönd sinna sveitarfélaga, ásamt Sylvíu Heru Skúladóttur fulltrúa Heimilis og skóla.
MYND: Skessuhorn/GRÞ
Í Stykkishólmi undirritaði ráðherra samninginn með fleiri sveitarfélögum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Kristín Björg Árnadóttir, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps og Hilmar Hallvarðsson varaoddviti Helgafellssveitar undirrituðu þjóðarsáttmálann fyrir hönd sinna sveitarfélaga, ásamt Ásdísi Árnadóttur fulltrúa Heimilis og skóla.
![]()
|
![]() |
---|
Hilmar Hallvarðsson varaoddviti Helgafellssveitar setur síðasta sáttmálann í Íslandskortið