Hoppa yfir valmynd
23. september 2015 Atvinnuvegaráðuneytið

Ragnheiður Elín leggur áherslu á hagnýtingu jarðvarma á fundi orkumálaráðherra ESB og EFTA 

Orkumálaráðherrar EFTA og ESB
Orkumálaráðherrar EFTA og ESB

Iðnaðar og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sat í dag fund orkumálaráðherra ESB og EFTA landanna í Lúxemborg. Á fundinum var til umræðu hvernig hægt sé að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa, með markvissari hætti en verið hefur, og hvernig tækninýjungar í orkumálum geti stuðlað að þeirri þróun og leitt til nýrrar virðisaukandi starfsemi.  

Í ávarpi ráðherra á fundinum lagði hún áherslu á möguleika á sviði jarðvarmanýtingar í þessu samhengi, og mikilvægi þess að auka hlut jarðvarma í Evrópu með það fyrir augum að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda auk jákvæðra efnahagslegra áhrifa. Jafnframt kom ráðherra inn á þátt auðlindagarða og mikilvægi nýsköpunar og þróunar á sviði orkumála til að ná settum markmiðum í loftslags- og orkumálum, sem og reynslu Íslendinga á því sviði.

Meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum var Elon Musk, forstjóri Tesla, sem fór yfir með hvaða hætti frumkvöðlastarf, rannsóknir og tækniþróun geti verið lykill að árangri í að ná framangreindum markmiðum.

Orkumálaráðherrar ESB og EFTA

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta