Hoppa yfir valmynd
6. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ísland í forgunni á listahátíðinni Culturescapes 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði listahátíðina, sem er stór þverfagleg hátíð sem leggur áherslu á að kynna menningu frá öðrum löndum eða menningarsvæðum

Basel

Íslensk menning er í forgunni á listahátíðinni Culturescapes 2015. Þetta er í ellefta sinn sem hátíðin er haldin og næstu átta vikur verður íslensk dagskrá í boði þar sem boðið veður upp á tónleika, myndlistasýningar, kvikmyndasýningar, fyrirlestra og sviðlistasýningar á 25 stöðum í  Basel auk þess sem fjölbreytt dagskrá verður í boði í 15 öðrum borgum víðsvegar um Sviss.


Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði listahátíðina. Opnunaratriðið fór fram í Stadtcasino Basel, þar sem Basel Sinfonietta flutti  íslenska samtímatónlist undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Víkingur Heiðar Ólafsson var einleikari í tónverki Daníels, „Processions“ fyrir píanó og hljómsveit.

Culturesapes er stór þverfagleg listahátíð sem leggur áherslu á að kynna menningu frá öðrum löndum eða menningarsvæðum. Listahátíðin er þekkt í Sviss þar sem hún fær bæði mikla kynningu og þátttöku.


Um 150 íslenskir listamenn taka þátt í hátíðinni, má þar nefna  Sóleyju, Önnu Þorvaldsdóttur, Daníel Bjarnason, Víking Heiðar Ólafsson, Andra Snær Magnason, Schola Cantorum, Ernu Ómarsdóttur, Skúla Sverrisson, ADHD, Sunnu Gunnlaugs, Yrsu Sigurðardóttur, Friðgeir Einarsson, Gusgus, Kling & Bang, Kunstschlager, Rögnu Róbertsdóttur, Pétur Thomsen, Egil Snæbjörnsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Helga Ólafsso, og  Jón Gnarr.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum