Hoppa yfir valmynd
7. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkirveittir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Markmið sjóðsins Forritarar framtíðarinnar efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum
Forritarar

Þriðjudaginn 6. október voru veittir styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar fyrir árið 2015. Sjóðnum bárust alls 42 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals ríflega ellefu milljónir króna. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur. Styrkirnir skiptast að þessu sinni á milli sextán skóla: Egilsstaðaskóla, Grunnskóla Reyðarfjarðar, Hrafnagilsskóla, Glerárskóla, Brekkuskóla, Árskóla, Grunnskólans austan Vatna, Hólabrekkuskóla, Hlíðaskóla, Laugalækjaskóla, Árbæjarskóla, Vættaskóla, Rimaskóla, Hagaskóla, Foldaskóla og Grunnskóla Ísafjarðar.

Í þessari úthlutun munu rúmlega 100 kennarar fá þjálfun til að kenna forritun og verða 75 tölvur afhentar. Þjálfun kennara skiptir miklu máli því þar styður sjóðurinn einna best við innviðina í skólunum þar sem hún ýtir undir áhuga á forritunar- og tæknimenntun innan skólanna auk þess að auka og byggja upp þekkingu. Þörf fyrir góðar tölvur er mikil í skólakerfinu en ekki er óalgengt að skólar landsins notist við 6-8 ára gamlar vélar í kennslu, jafnvel eldri, vélar sem segja má að séu orðnar úreldar.

Þess ber að geta að skólarnir sem fá styrk skuldbinda sig til þess að setja forritun á námsskrá í að minnsta kosti 2 ár.  Þessi skuldbinding tryggir að jafnt stúlkur og drengir fái kennslu í forritun sem vonandi skilar sér til lengri tíma í fjölgun kvenna í tæknigeiranum.

Sjá nánar í fréttatilkynningu frá Forriturum framtíðarinnar


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum