Hoppa yfir valmynd
8. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðherra á fundum AGS, Alþjóðabankans og OECD

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fer fyrir sendinefnd ráðuneytisins sem sækir dagana 9.-11. október ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Alþjóðabankans í Lima í Perú. 

Helstu umræðuefni fundarins eru staða og þróun efnahagsmála á heimsvísu en sendinefnd Íslands fundar m.a. með fjármálaráðherrum, fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og starfsfólki AGS. 

Í framhaldi af fundinum í Lima sækir fjármála- og efnahagsráðherra heimsfund Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um áhrif bættra mælikvarða á velferð á stefnumótun stjórnvalda. Fundurinn er haldinn í Guadalajara í Mexíkó og stendur dagana 13.-15. október. 
Ráðherra tekur á fundinum þátt í pallborði um hvaða áhrif ný viðhorf til mælinga á velferð hafi nú þegar haft á stefnumótun stjórnvalda. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum