Hoppa yfir valmynd
9. október 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

IX. Umhverfisþing hafið

Frá setningu IX. Umhverfisþings

Fjölmenni er á IX. Umhverfisþingi sem hófst á Grand Hótel Reykjavík kl. 9 í morgun. Meginumræðuefni þingsins er samspil náttúru og ferðaþjónustu.

Þingið hófst með ávarpi Sigrúnar Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, og má nálgast ræðu hennar hér á heimasíðu ráðuneytisins.

Þá tók heiðursgestur þingsins til máls, Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, og fjallaði um hvernig Skotar hafa tekist á við það verkefni að samþætta náttúruvernd og ferðamennsku.

"" Susan Davies, forstjóri Scottish Natural Heritage, er heiðursgestur þingsins. .

Nemendur úr grunnskólunum á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla kynntu fyrir þinggestum vistheimtarverkefni sem þau hafa unnið að undanfarin ár.

Eftir hádegi verður þinginu skipt í tvær málstofur. Í annarri málstofunni er spurt hvort ferðamennska í náttúru Íslands sé ógn eða tækifæri í náttúruvernd. Í hinni er fjallað um friðlýst svæði, vernd þeirra, skipulag, rekstur og fjármögnun. Í hvorri málstofu verður fjöldi stuttra erinda.


Beina útsendingu frá þinginu má nálgast hér.

Upptaka frá fyrri hluta þingsins

Nemendur grunnskóla á Suðurlandi kynntu vistheimtarverkefni. .

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum