Hoppa yfir valmynd
9. október 2015 Innviðaráðuneytið

Stór útgáfa á viðskiptaferlum rafrænna viðskipta

Arðsemi rafrænna viðskipta hefur aldrei verið dregin í efa. Rafræn viðskipti eru græn, vegna þess að þau spara pappír og þar með orku, úrgang, rými og akstur. Einnig sparast vinnustundir starfsfólks, jafnvel svo að sumum finnst nóg um. Tenglar neðst á síðunni fjalla um árangur af rafrænum viðskiptum.

Erindi þessarar fréttar er að gefa innsýn í gríðarlega vinnu í framhaldi af tilskipun Evrópuþingsins nr. 2014/55/EU. Hún gildir fyrir allt Evrópska efnahagssvæðið og kveður á um samræmingu rafrænna reikninga um alla Evrópu.

Um árabil hafa Íslendingar unnið náið með BII vinnustofu CEN, Staðlasamtökum Evrópu, að verkefni sem stuðlar að samræmingu rafrænna reikninga og innkaupa. (Sjá: www.cenbii.eu) Afurðir BII hafa ratað í íslenskar tækniforskriftir (TS-136 o.fl.) sem nú eru í notkun hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.

CEN/BII3 vinnustofan hefur unnið ötullega allt þetta ár og lýkur störfum nú í desember. Yfirlit yfir afurðirnar hefur nú verið gefið út til almennrar endurskoðunar. Sá áfangi sem hér birtist gefur greinargott yfirlit yfir tæknilega útfærslu rafrænna innkaupa. Frestur til að skila athugasemdum er til 18. nóvember.

Í skjalinu kemur fram hvað CEN/BII vinnustofan hefur fengist við. Skýrt er frá því hverjir unnu að verkinu, um hvað það snýst, og hvaða upplýsingar og umgjarðir (profiles) verða gefnar út á árinu. Sjá CEN/BII3 yfirlit .

Aðrir tenglar um skyld mál:

ICEPRO fær 40 gesti frá CEN/BII3

Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins um rafræna reikninga

Dæmi um árangur af rafrænum viðskiptum

Aukinn hagvöxtur og hagræðing með rafrænum viðskiptum

Úr umsögn um tilskipun 2014/55/EU um rafræna reikninga í Evrópu:

"Once the e-Invoicing Directive 2014/55/EU has been transposed into the national laws of EU countries and the deadline for implementing the norm has passed, electronic invoices will be able to flow seamlessly across the EU."

Nánari upplýsingar:

Örn S. Kaldalóns
Framkvæmdastjóri ICEPRO
Símar: 510-7102 og 893-7102
Netfang: [email protected]
Vefur: www.icepro.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum