Hoppa yfir valmynd
13. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vegna umfjöllunar um viðbótarskýrslu í tengslum við höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána

Ranglega kemur fram í grein Kjarnans í dag að fjármála- og efnahagsráðherra hafi enn ekki svarað beiðni þingmanna um viðbótarskýrslu vegna höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána, en umrædd beiðni var ekki samþykkt á Alþingi.

Í frétt á vef Kjarnans er fjallað um svar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um hina svonefndu 110% leið. Vikið er að því að hópur þingmanna hafi beðið fjármála- og efnahagsráðherra um viðbótarskýrslu um höfuðstólslækkun verðtryggðra íbúðalána síðastliðið vor þegar hann hafði nýlega lagt fram skýrslu til þingsins um framkvæmd þeirrar viðamiklu aðgerðar og greiningu á áhrifum hennar, en skýrslan var unnin að frumkvæði ráðherra.

Segir í frétt Kjarnans að beiðni þingmannana um viðbótarskýrslu hafi enn ekki verið svarað. Hið rétta er að beiðnin var ekki samþykkt á Alþingi. Komi fram beiðni um skýrslu verður henni svarað. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum