Hoppa yfir valmynd
19. október 2015 Dómsmálaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 23. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected] .

Með breytingu á reglugerðinni er ætlunin að innleiða tvær Evróputilskipanir að fullu. Annars vegar tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/23/EB frá 23. maí 2007 um að setja á markað flugeldavörur og hins vegar framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/58/ESB frá 16. apríl 2014 um að koma á fót kerfi þar sem rekja má flugeldavörur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2007/23/EB sem breytir þeirri tilskipun.

Með reglugerðinni er texti gildandi reglugerðar um skotelda aðlagaður að tilskipununum og þá er texta tilskipananna veitt gildi hér á landi. Með lögum nr. 77/2015 um breytingu á vopnalögum nr. 16/1998, með síðari breytingum (skoteldar, EES-reglur, stórfelld brot) sem samþykkt voru á Alþingi 30. júní síðastliðinn var lagður grunnur að innleiðingu tilskipunar 2007/23.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum