Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Opin gögn - námskeiði fyrir fólk í tölvudeildum og umsjónaraðila gagna hjá opinberum aðilum

Opin gögn | Námskeið á vegum innanríkisráðuneytis 30. október 2015, kl. 9-14 í Opna Háskólanum í HR í stofu M21.

Námskeiðsgjald er kr. 7000 pr. þátttakanda. Skráning er á netinu.

Mælst er til þess að þátttakendur taki með sér fartölvu.

Innanríkisráðuneyti stendur fyrir námskeiði fyrir fólk í tölvudeildum og umsjónaraðila gagna hjá opinberum aðilum. Námskeiðið er liður í aðstoð við stofnanir og sveitarfélög sem þurfa að huga að því að opna aðgengi að gögnum sínum m.a. í gáttinni opingogn.is .

Eitt af sex meginmarkmiðum í stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016, Vöxtur í krafti netsins, snýr aðopinni og gagnsærri stjórnsýslu. Með því markmiði er unnið að því að:

"[a]lmenningur, fyrirtæki og hagsmunaaðilar hafi greiðan aðgang aðópersónubundnum upplýsingum og skrám í vörslu ríkis og sveitarfélaga.

Mótuð verði stefna ríkis og sveitarfélaga um opin gögn og sett upp eingátt fyrir aðgang að slíkum gögnum/gagnagrunnum."

Þetta samræmist einnig nýlegri upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar fyrir árin2015-2020 sem einnig hefur sex meginmarkmið og eitt þeirra er að gögn Reykjavíkurborgar séu opin.

Um námskeiðið

Mismunandi fólk leggur mismunandi skilning í hugtakið opin gögn. Í upplýsingatækniumhverfi sem leggur sífellt meiri áherslu á að gögn séu opin er mikilvægt að allir aðilar átti sig á hvað opin gögn eru, tilhvers er verið að eltast við að opna gögn og hvaða afleiðingar það hefur í för með sér fyrir opinbera aðila.

Opinberum aðilum er nú boðið upp á eins dags námskeið sem er hugsað sem stutt kynning á opnum gögnum. Það hentar eins og áður segir sérstaklega vel fyrir umsjónarfólk gagna og aðila í tölvudeildum opinberra aðila.

Meðal þess sem verður farið í á námskeiðinu er alþjóðleg skilgreining hugtaksins opin gögn, áhrif (opinna) gagna á hin ýmsu svið samfélagsins,útgáfuferli opinna gagna, notkunarskilmálar, gæðastjórnun, stefnur,skráarsnið og hvernig vefsvæðið Opingögn.is getur hjálpað opinberumaðilum á Íslandi að opna gögnin sín.

Kennari á námskeiðinu er dr. Tryggvi Björgvinsson, tölvunarfræðingur.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira