Hoppa yfir valmynd
22. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skólagjöld og stuðningur við evrópska háskólanema 2015-2016

Hvað greiða evrópskir háskólanemar fyrir að stunda nám? Þurfa allir að greiða skólagjöld? Hvaða skilyrði og reglur gilda um opinbera námsstyrki?

Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem svarað er í nýrri skýrslu Eurydice um skólagjöld og stuðning við nemendur á háskólastigi í Evrópu. Í skýrslunni eru borin saman skólagjöld og stuðningur við nemendur (bæði styrkir og lán) í Evrópulöndum fyrir skólaárið 2015 - 2016 en auk þess eru nákvæmar upplýsingar um hvert og eitt land.
Skýrslan nær til aðildarríkja Evrópusambandsins auk Bosníu og Hersegóvínu, Sviss, Íslands, Liechtensteins, Svartfjallalands, Makedóníu, Noregs, Serbíu og Tyrklands.

Eurydice skýrslan: National Student Fee and Support Systems in European Higher Education – 2015/16

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum