Hoppa yfir valmynd
23. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Hagfræðileg úttekt á styttingu náms í framhaldsskólum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í morgun niðurstöður sínar
Hagfraediskyrsla

„Aukin skilvirkni í íslenska framhaldsskólakerfinu – styttri námstími til stúdentsprófs og hærra útskriftarhlutfall hlýtur að teljast einn mikilvægasti þátturinn í því að auka framleiðni hérlendis til samræmis við það sem þekkist í öðrum norrænum löndum“ er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands kynnti  í morgun um efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Í henni er lagt mat á efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms á Íslandi. Umfjöllunin er í þremur hlutum. Í fyrsta hluta er fjallað um íslenska framhaldsmenntun í lýðfræðilegu samhengi. Í öðrum hluta er litið til beinna hagrænna áhrifa af styttingu náms í framhaldsskólum landsins og í síðasta hlutanum er fjallað um langtíma mannauðsáhrif af styttingunni.

Skýrslan var gerð af dr. Ásgeir Jónssyni, dósent í hagfræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands með aðstoð frá Þórunni Helgadóttur hagfræðinema og Jóni Guðjónssyni hagfræðingi.

Skýrslan: Hagræn áhrif af styttingu framhaldsnáms

„Það liggur því fyrir að ef stytting námstíma til stúdentsprófs verður til þess að breyta námsmynstri og færa útskriftarhlutfall og námstíma íslenskra ungmenna nær því sem þekkist á Norðurlöndum þá hefði það mjög jákvæð áhrif á bæði mannauðsmyndun og meðalframleiðni í landinu“.

 

Kynning dr. Ásgeirs Jónssonar

Hlutfall útskrifaðra N og N + 2 árum eftir innritun í framhaldsskóla eftir löndum og kynjum 2012

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum