Hoppa yfir valmynd
27. október 2015 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Bréf vegna samráðs um veitingu undanþága til slitabúa viðskiptabankanna þriggja

Fjármála- og efnhagsráðherra hafa borist bréf frá Seðlabanka Íslands, dags. 26. október. Þar er leitað samráðs við ráðherra vegna veitingar vilyrða fyrir undanþágum til slitabúa viðskiptabankanna þriggja - Landsbanka Íslands, Kaupþings og Glitnis, vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga í tengslum við nauðasamninga og endanleg slit búanna.  Bréfunum fylgir greinargerð um áhrif af uppjöri þessara búa á greiðslujöfnuð og fjármálastöðugleika.

Með bréfunum efnir Seðlabanki Íslands lögboðna skyldu til samráðs um veitingu undanþága á grundvelli laga um gjaldeyrismál.

Málið er nú til athugunar í ráðuneytinu, en samkvæmt lögum ber ráðherra skylda til að kynna efnahagsleg áhrif undanþága af þessari stærðargráðu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum