Hoppa yfir valmynd
27. október 2015 Forsætisráðuneytið

Þátttaka forsætisráðherra í störfum Norðurlandaráðsþings

Norðurlandaráðsþing verður sett í dag, þriðjudag, í Hörpu og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og ráðherrafundum því tengdu. Á upphafsdegi þingsins mun forsætisráðherra taka þátt í þemaumræðu forsætisráðherranna um norrænt samstarf.

Á morgun munu forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í eigin ranni og í framhaldi með leiðtogum Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Einnig munu forsætisráðherrarnir funda með forsætisnefnd Norðurlandaráðs. Þá er hefð fyrir því að forsætisráðherrar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja fundi í tengslum við fund Norðurlandaráðs.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum