Hoppa yfir valmynd
27. október 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þingsályktun um Landsskipulagsstefnu 2015 - 2026

Úr Skaftafelli

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2026. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta löggjafarþingi en náði ekki afgreiðslu fyrir þinglok.

Landsskipulagsstefna er samræmd stefna stjórnvalda um landnotkun byggð á stefnumörkun ríkisins á ýmsum sviðum.  Með henni eru samþættar áætlanir á vegum stjórnvalda um samgöngur, byggðamál, náttúruvernd, orkunýtingu og aðra landnýtingu. Hún felur í sér fjórar meginstefnur, þ.e. stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands, stefnu um skipulag í dreifbýli, stefnu um búsetumynstur og dreifingu byggðar og loks stefnu um skipulag á haf- og strandsvæðum. Leiðarljósin eru að skipulag byggðar og landnotkunar stuðli að sjálfbærri þróun, það sé sveigjanlegt gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum og stuðli að lífsgæðum fólks og styðji enn fremur samkeppnishæfni landsins alls og einstakra landshluta.

Sveitarfélög eiga að taka mið af landskipulagsstefnu við gerð skipulags og eftir því sem við á samræma skipulagsáætlanir landsskipulagsstefnu innan fjögurra ára frá samþykkt hennar.

Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015–2026

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum