Hoppa yfir valmynd
30. október 2015 Forsætisráðuneytið

Tvíhliða fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og forsætisráðherra Finnlands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Juha Petri Sipilä forsætisráðherra Finnlands - mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra átti í gær tvíhliða fund með Juha Petri Sipilä forsætisráðherra Finnlands. Á fundi sínum ræddu ráðherrarnir góð samskipti og samstarf landanna, á viðskiptasviðinu en einnig á sviði alþjóða- og öryggismála. Meðal annars ræddu þeir um stöðu mála í Sýrlandi, baráttuna gegn ISIS svo og flóttamannavandann. Samstarf ríkjanna í málefnum Norðurslóða var rætt, Rússland og Úkraína og áhrif viðskiptabanns Rússlands á Ísland og Finnland.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum