Hoppa yfir valmynd
30. október 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Um samning um útvarpsþjónustu í almannaþjónustu við Ríkisútvarpið

Samningur um útvarpsþjónustu í almannaþágu, sem undirritaður var 2011, gildir til 31. desember 2015.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að enginn samningur um útvarpsþjónustu í almannaþjónustu sé í gildi við Ríkisútvarpið. Af því tilefni vill mennta- og menningarmálaráðuneyti árétta að samningur um útvarpsþjónustu í almannaþágu, sem undirritaður var 24. maí 2011, gildir til 31. desember 2015. Sjá nánar: http://www.menntamalaraduneyti.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/MRN-pdf/RUV-2011.pdf

Ráðuneytið og Ríkisútvarpið hafa átt í viðræðum um gerð nýs samnings sem gilda mun frá 1. janúar 2016.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum