Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði aðalráðstefnu UNESCO

Ráðherra flutti ávarp sitt á aðalráðstefnunni í dag og beindi sjónum sérstaklega að mikilvægi og gildi menntunar

Nú stendur yfir 38. aðalráðstefna UNESCO og sækir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hana ásamt sendinefnd. Í morgun flutti ráðherra ávarp sitt á aðalráðstefnunni og beindi sjónum sérstaklega að mikilvægi og gildi menntunar. Í því samhengi sagði hann m.a. að góð menntun væri undirstaða þróunar í öllum samfélögum og það væri hæfni nemenda að námi loknu sem skipti máli og hvernig þær gætu nýtt sér hana til að auka lífsgæði sín og samfélagsins. Ráðherra talaði einnig um önnur markmið UNESCO á sviði mannréttinda, tjáningarfrelsi og jafnrétti auk þess að geta mikilvægs hlutverks Frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrum forseta, við að stuðla að fjölbreytni og varðveislu tungumála heimsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum