Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menningarlandið 2015

Að þessu sinnu var aðalviðfangsefni Menningarlandsins tölfræði menningar og skapandi greina
IMG_8971

Mennta- og menningarmálaráðuneytið ásamt atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið stóðu fyrir málþingi um tölfræði menningar og skapandi greina í gær miðvikudaginn 11. nóvember í Gamla Bíói. Málþingið var skipulagt í samstarfi við Reykjavíkurborg, Samtök skapandi greina, Hagstofu Íslands, Listaháskóla Íslands og Íslandsstofu. Um 150 manns sóttu málþingið.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði málþingið og ræddi m.a. um mikilvægi greinargóðra tölulegra upplýsinga við stefnumótun og ákvarðanir stjórnvalda í málaflokknum.

Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Tom Fleming sem er einn fremsti ráðgjafi á sviði skapandi greina í Evrópu í dag. Einnig fluttu Böðvar Þórisson frá Hagstofu Íslands og Dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir frá Rannsóknarmiðstöð skapandi erindi um söfnun og úrvinnslu tölulegra upplýsinga á sviði skapandi greina og menningarmála.

IMG_8976

Dr. Tom Fleming

Eftir fyrirlestra var þátttakendum skipt í hópa þar sem þeir ræddu spurningar um tölfræði menningar og skapandi greina í sinni víðustu mynd:

  • Hvers konar gögnum ætti að safna saman og hvers kyns greiningar ætti að framkvæma í tengslum við menningu og skapandi greinar?
  • Hvernig getur tölfræði stutt við uppbyggingu menningar og skapandi greina?
  • Hvert er framlag menningar og skapandi greina til lífsgæða á Íslandi?
  • Hver á að safna saman gögnum og hvernig á aðgengið að vera?
  • Hvaða regnhlífarhugtak ætti nota yfir menningu og skapandi greinar og hvaða greinar ættu að falla undir það hugtak?

IMG_8973

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum