Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ný náttúruverndarlög taka gildi

Blágresi og sóleyjar
Blágresi og sóleyjar

Ný náttúruverndarlög taka gildi næstkomandi sunnudag á grundvelli frumvarps Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra, sem samþykkt var á Alþingi í dag. Hefur þar með náðst þverpólítísk samstaða eftir áralangar umræður um efni laganna.

Ráðherra mælti í upphafi haustþings fyrir frumvarpi um breytingar á náttúruverndarlögunum eftir ítarlegt samráð við hagsmunaaðila og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Markmiðið var að efla náttúruvernd í landinu og framkvæmd hennar, skýra betur leikreglur um hverskonar framkvæmdir og nýtingu sem áhrif hafa á náttúruna og ná um þær víðtækri samstöðu. Með samþykkt frumvarps ráðherra og gildistöku nýrra náttúruverndarlaga er því tekið stórt skref við að styrkja náttúruvernd í landinu og skilgreina betur þær reglur sem lúta að nýtingu hennar til framtíðar.

Lögin sem nú hafa verið samþykkt og taka gildi 15. nóvember eru afrakstur vinnu sem staðið hefur í langan tíma við að endurskoða núgildandi lög frá 1999. Með nýjum náttúruverndarlögum verða fjöldamargar umbætur. Þar má nefna að sett eru fram skýr verndarmarkið, ýmsar meginreglur umhverfisréttar eru lögfestar þar með talin varúðarreglan og það útfært hvernig henni skuli beitt. Almannaréttur er festur í sessi, en jafnframt eru ítarlegri ákvæði um heimildir til að takmarka umferð á grundvelli nýtingar landeigenda og í verndarskyni. Þá er sett bráðarbirgðaákvæði við lögin um að vinna skuli frekar að ákvæðum er taki á stýringu ferðaþjónustunnar með hliðsjón af reglum almannaréttar á grundvelli náttúruverndar og nauðsynlegrar auðlindastýringar sem nýting ferðaþjónustunnar á náttúrunni hefur óhjákvæmilega í för með sér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum