Hoppa yfir valmynd
13. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópumót landsliða í skák hófst í dag

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði mótið og lék fyrsta leikinn
IMG_8989

Evrópumót landsliða í skák hófst í dag og stendur til 22. nóvember nk. og er stærsti skákviðburður sem fram hefur farið á Íslandi síðan Fischer og Spassky mættust í heimsmeistaraeinvígi árið 1972. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði mótið og lék fyrsta leikinn.

IMG_8982

Á vef Skáksambands Íslands er nánar greint frá mótinu en þar segir meðal annars að til mótsins komi skáksveitir frá 35 löndum og erlendur gestirnir eru um 500. Meðal þeirra er Magnus Carlsen heimsmeistari og Mariya Muzychuk heimsmeistari kvenna og þá mun Friðrik Ólafsson í verða í Gullaldarliði Íslands.

IMG_8985

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum