Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Óskað umsagnar á breytingu á reglugerðum um miðaverð flokkahappdrætta

Stjórnir Happdrættis Háskóla Íslands og Happdrættis SÍBS hafa farið þess á leit við innanríkisráðuneytið að miðaverð í umræddum flokkahappdrættum verði kr. 1.500 á mánuði frá og með 1. janúar á næsta ári í stað 1.300 kr. eins og nú er. Áður hafði stjórn Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna óskað eftir sömu hækkun og var reglugerð breytt í þá veru.

Drög að breytingum á viðkomandi reglugerðum eru hér með til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 23. nóvember næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið [email protected]. Vísitala neysluverðs hefur hækkað umfram umrædda hækkun miðaverðs á þessu tímabili.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira