Hoppa yfir valmynd
21. desember 2015 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Margrét Björnsdóttir skipuðskrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu

Margrét Björnsdóttir
Margrét Björnsdóttir

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur skipað Margréti Björnsdóttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna í velferðarráðuneytinu. Af fimmtán umsækendum voru þrír metnir hæfastir samkvæmt mati sérstakrar hæfnisnefndar og var Margrét ein þeirra.

Margrét er hjúkrunarfræðingur að mennt og á einnig að baki nám í stjórnun á sviði heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum í Linköping í Svíþjóð. Árið 2002 lauk hún meistaraprófsgráðu í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands.

Margrét hóf störf í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, síðar heilbrigðisráðuneyti og nú velferðarráðuneyti árið 1999 og hefur á þeim tíma starfað sem deildarstjóri, sérfræðingur, staðgengill skrifstofustjóra og skrifstofustjóri, nú síðast sem settur skrifstofustjóri á skrifstofu gæða og forvarna. Árin 2010-2011 var Margrét settur forstjóri Lýðheilsustöðvar.

Áður en Margrét hóf störf í heilbrigðisráðuneytinu starfaði hún um árabil á Borgarspítalanum sem sviðsstjóri á lyflækninga- og endurhæfingarsviði. Margrét hefur einnig sinnt kennslu í stjórnun og m.a. verið stundakennari við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands til fjölda ára.

Margrét er skipuð í embættið til fimm ára frá 1. janúar næstkomandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira