Hoppa yfir valmynd
12. janúar 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um hönnun og framleiðslu skemmtibáta og einmenningsfara. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 24. janúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Í drögunum er mælt fyrir um kröfur til hönnunar og framleiðslu skemmtibáta, einmenningsfara, íhluta og knúningsvéla auk reglna sem gilda um frjálsan flutning þeirra innan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá er að finna endurskoðaðar skyldur rekstraraðila, þ.e. framleiðanda, innflytjanda og dreifingaraðila, auk tilkynntra aðila.

Með drögunum er lagt til að innleidd verði hér á landi ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2013/53/ESB frá 20. nóvember 2013 um skemmtibáta og einmenningsför á sjó og um niðurfellingu á tilskipun 94/25/EB.

Þar sem um talsverðar breytingar er að ræða og ítarlegri ákvæði en áður, ásamt því að tilskipun 94/25/EB fellur úr gildi, var ákveðið að semja drög að nýrri reglugerð í stað þess að breyta þeirri sem nú er í gildi um skemmtibáta, nr. 168/1997, með síðari breytingum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum