Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2016 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Endurskoðun reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum

Fjölskyldumynd
Fjölskyldumynd

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nefnd til að endurskoða reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er um 2.100 börn í daggæslu á hverjum tíma hjá tæplega 500 dagforeldrum.

Helstu atriði sem nefndinni er falið að skoða eru starfsskyldur og starfsskilyrði dagforeldra, skilyrði fyrir leyfisveitingu til dagforeldra og fyrir leyfissviptingu, framkvæmd og umfang eftirlits með starfsemi dagforeldra, menntun og símenntun þeirra og öryggi og velferð barna í daggæslu.

Gert er ráð fyrir að með nefndinni starfi samráðshópur með fulltrúum félaga dagforeldra, menntamálaráðuneytis, umboðsmanns barna og umhverfiseftirliti Reykjavíkurborgar sem sinnir eftirliti með húsnæði dagforeldra og aðbúnaði barna í daggæslu.

Formaður nefndarinnar er Guðríður Bolladóttir.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum