Velferðarráðuneytið

Könnun á ástæðum örorku hjá ungu fólki

Hugsi
Hugsi

Velferðarráðuneytið hefur gert samning við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð könnunar sem felst í því að greina aðstæður ungs fólks í hópi öryrkja, meta hvort koma megi í veg fyrir að ungt fólk verði öryrkjar með markvissum forvarnaraðgerðum og tímanlegri þjónustu og að kanna hvað einstaklingarnir sjá sjálfir sem leiðir að lausn.

Könnunin verður gerð meðal fólks á aldrinum 18 – 39 ára sem er með örorkumat eða á endurhæfingarlífeyri. Tekið verður 1000 manna tilviljunarúrtak úr þýði fólks á aldrinum 18 – 39 ára. Samkvæmt samningi er gert ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað með skýrslu, eigi síðar en 31. maí næstkomandi.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn