Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2016 Innviðaráðuneytið

Ákvörðun um samræmd viðmið rafrænna reikninga

Haustið 2014 hóf ICEPRO kynningarherferð vegna ákvörðunar fjármálaráðherra um innleiðingu rafrænna reikninga frá 1. janúar 2015. Fundirnir voru vel sóttir og fjöldi fyrirtækja fylgdi tilmælum ráðherra um að fylgja tækniforskriftum Staðlaráðs. Í ljós kom við innleiðinguna að enn meiri hagræðingu mætti ná með frekari samræmingu.

Það er hlutverk ICEPRO að vinna að hagkvæmri innleiðingu rafrænna viðskipta og því var stofnaður starfshópur nokkurra fyrirtækja, einkum úr verslunar- og hugbúnaðargeiranum. Haldnir hafa verið á annan tug vinnufunda og niðurstaða náðist um samræmda notkun eiginda í tækniforskriftum TS-136 og TS-137.

Textinn hefur tekið talsverðum breytingum á síðustu vikum, því stuðst er við staðalinn OASIS Universal Business Language (UBL) v2.1 (ISO/IEC 19845). Með því er horft til lengri framtíðar.

Jafnframt var búið til ítarlegt dæmi um rafrænan reikning samkvæmt staðlinum. Dæmið var sent öllum skeytamiðlurum til fullgildingar (valdiation) og stóðst alla prófun.

Starfshópurinn hefur nú lokið störfum. Niðurstaðan eykur sjálfvirkni í bókunum rafrænna reiknnga. Þetta er útgáfa ICEPRO á "ákvörðun um samræmd viðmið" við notkun tækniforskrifta Staðlaráðs.  

Samræmd ákvörðun: ICEPRO-SamAkv01-2016-0122.pdf

Dæmi um rafrænan reikning: ICEPRO-SamAkv01-RR-2016-0122-TS136-viðbætur.xml.txt

Nánari upplýsingar veitir:

Örn S. Kaldalóns
Framkvæmdastjóri ICEPRO
Símar: 510-7102 og 893-7102
Netfang: [email protected]
Vefur: www.icepro.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum