Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður 9. febrúar

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn næstkomandi þriðjudag, 9. febrúar, og verður síðdegis dagskrá í húsakynnum menntavísindasviðs Háskóla Íslands í salnum Bratta við Stakkahlíð í Reykjavík. Dagskráin stendur milli klukkan 13 og 16.

Málþingið er ætlað þeim sem tengjast skólasamfélaginu á einhvern hátt og verður fjallað um það hvernig nemendur, kennarar og foreldrar geta lagt sig fram um að gera netið betra. Dagskráin hefst með erindi Chris Jagger sem fjallar um að hugsa á internetinu og aðrir sem taka til máls eru Hildur Rudolfsdóttir, Sigurður Haukur Gíslason, Illugi Gunnarsson, Leifur Viðarsson, Már Ingólfur Másson og Sóley Hjörvarsdóttir. Að loknum erindum verða pallborðsumræður.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn