Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun

Hugarflug
Hugarflug

Velferðarráðuneytið vekur athygli á ráðstefnu um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun á Norðurlöndunum. Ráðstefnan verður haldin í Malmö í Svíþjóð dagana 9. og 10. mars 2016.

Norræna ráðhterranefndin gaf í fyrra úr skýrslu um þessi mál; Sosialt entreprenørskap og sosial innovasjon Kartlegging av innsatser for sosialt entreprenørskap og sosial innovasjon i Norden og er ráðstefnunni ætlað að byggja á skýrslunni og fylgja eftir því sem þar kemur fram um frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun á Norðurlöndunum. .

Fjallað verður um hvernig megi best búa í haginn fyrir félagslega frumkvöðlahugsun og félagslega nýsköpun, rætt um hvað vel hefur gengið og hvað læra megi af þeim verkefnum sem unnin hafa verið á þessu stviði og velt upp spurningunni um stöðu frumkvöðla í nútíð og framtíð.

Þarna munu koma saman frumkvöðlar, fulltrúar opinberra stofnana, einkaaðilar og fulltrúar almannaheillasamtaka og annarra sem láta sig þessi mál varða á Norðurlöndunum. Boðið verður upp á fyrirlestra, vinnustofur, kynningar og óformlega samveru.

Efni ráðstefnunnar er brýnt. Breytingar, lýðfræðilegar, tæknilegar o.fl. kalla á nýjar lausnir og nýsköpun við þróun og framkvæmd þjónustu. Það er einnig brýn þörf á að miðla þekkingu um þá möguleika, áskoranir og hugsanlegar takmarkanir sem upp geta komið innan velferðarþjónustunnar. Upplýsingar til notenda um tækifærin sem í þessu kunna að felast eru einnig nauðsynlegar.

Vakin er athygli á því að aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Skráningarfrestur er til 18. febrúar nk.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum