Hoppa yfir valmynd
1. mars 2016 Forsætisráðuneytið

Benedikt Árnason skipaður skrifstofustjóri

Forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa Benedikt Árnason skrifstofustjóra á nýrri skrifstofu þjóðhagsmála í forsætisráðuneytinu sbr. breytingar á skipuriti forsætisráðuneytisins sem tilkynnt var um þann 20. október síðastliðinn. Hæfnisnefnd sem skipuð var til meta hæfni umsækjenda um stöðuna, samanber lög um Stjórnarráð Íslands, taldi Benedikt hæfastan umsækjenda til að gegna embættinu.

Benedikt er hagfræðingur með meistaragráðu í þjóðhagfræði og MBA. Hann hefur tæplega aldarfjórðungs starfsreynslu, þar af 16 ár á vettvangi stjórnsýslunnar. Hann hefur starfað fyrir tvö ráðuneyti, fyrst sem skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og nú síðast sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar.

Hæfnisnefndina skipuðu Helga Hauksdóttir, mannauðsstjóri í utanríkisráðuneytinu, Arnar Jónsson, stjórnsýsluráðgjafi hjá Capacent, og Gunnar Haraldsson, hagfræðingur.

Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir m.a.: „[Benedikt] hefur mjög mikla þekkingu og reynslu á sviði þjóðhagsmála. Hann hefur starfað því sem næst samfellt á þessu sviði frá því hann lauk námi árið 1993 við fjölbreytt störf á fleiri en einum vinnustað. Hann hefur bæði starfað sem sérfræðingur og stjórnandi. hann hefur samanlagt starfað í rúm 16 ár innan stjórnsýslunnar. Þá hefur hann mjög mikla reynslu af stefnumótun, samráði og undirbúningi verkefna á sviði þjóðhagsmála. Í stjórnunarstörfum á starfsferlinu hefur reynt mikið á forystu-, samskipta- og skipulagshæfni.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum