Hoppa yfir valmynd
22. mars 2016 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Samráð um lúkningargjöld í fjarskiptum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir samráð um mat á tilmælum um lúkningargjöld við fjarskipti, þ.e. Termination Rates Recommendation, TRR frá 2009, en tilmælin eru hluti af stefnu framkvæmdastjórnarinnar í málefnum innri markaðarins fyrir fjarskipti. Samráðið stendur til 7. júní 2016. Lúkningargjöldin eru gjöldin sem fjarskiptafyrirtæki innheimta hvert hjá öðru fyrir að tengja símtöl frá einu kerfi til annars.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað fyrir samráð um mat á tilmælum um lúkningargjöld við fjarskipti, þ.e. Termination Rates Recommendation, TRR frá 2009, en tilmælin eru hluti af stefnu framkvæmdastjórnarinnar í málefnum innri markaðarins fyrir fjarskipti. Samráðið stendur til 7. júní 2016. Lúkningargjöldin eru gjöldin sem fjarskiptafyrirtæki innheimta hvert hjá öðru fyrir að tengja símtöl frá einu kerfi til annars.

Reglugerðin um lúkningargjöld fyrir fastlínu símtöl og símtöl með farsímum gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja neytendum innan Evrópusambandsins samkeppnishæfa fjarskiptaþjónustu. Þegar hringt er úr einu kerfi til annars, þ.e. notendur eru í viðskiptum við mismunandi símafyrirtæki þarf annað símafyrirtækið að greiða fyrir notkun viðskiptavinar síns hjá hinu símafyrirtækinu. Að lokum greiðir síðan notandinn.

Með ofangreindum tilmælum var markmiðið að auka samræmi milli aðildarríkjanna í því hvernig þau kæmust að niðurstöðu um lúkningargjöldin og var það gert með því að kynna í tilmælunum sérstaka reikniaðferð í þessum tilgangi. Þannig yrðu gjöldin ákveðin með hliðsjón af kostnaði auk þess sem drægi úr mun milli lúkningargjalda fyrir notkun fastlínusambanda og farsímasambanda. Með þessum hætti áttu tilmælin að stuðla að virkri og sjálfbærri samkeppni og þannig hámarka ábata neytenda.

Með samráðinu á í fyrsta lagi að meta þau áhrif sem breytingar á lúkningargjöldunum hafa haft á notendamarkaðinn og á innri markað Evrópusambandsins. Síðan er ætlunin að fá fram skoðanir á því hvort ástæða sé til breytinga.

Niðurstöðurnar á að nota til leiðbeiningar fyrir framkvæmdastjórnina við endurskoðun á tilmælunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum