Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samráðsfundur ráðuneytis og skólameistara

Vorfundur mennta- og menningarmálaráðherra, starfsmanna ráðuneytisins og skólameistara var haldinn í dag
IMG_9723

Árlegur samráðsfundur ráðuneytis og skólameistara var haldinn í dag. Að þessu sinni sátu fundinn einnig fulltrúar Menntamálastofnunar. Eftir ávarp Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra greindi Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri frá breytingum á starfsemi ráðuneyta í kjölfar nýrra laga um opinber fjármál og hvaða áhrif það hefði á stofnanir ráðuneytisins. Fjármál framhaldsskólanna eru jafnan rædd á þessum fundum ráðuneytisins og skólameistaranna og svo var einnig núna. Þá var farið yfir reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins. Sjónarhorn skólameistara voru kynnt bæði eftir kynningu ráðuneytisins á fjármálum og reglugerðinni. Fundinum lauk svo með almennum umræðum.

IMG_9719

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum