Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Starfshópur vinnur frumvarp til laga um hamfarasjóð

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi í fyrra.
Frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi 2011

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að vinna frumvarp til laga vegna stofnunar hamfarasjóðs. Hamfarasjóði er ætlað það hlutverk að sinna forvörnum og samhæfingu verkefna vegna náttúruvár ásamt því að hafa umsjón með greiðslu kostnaðar og bóta í ákveðnum tilvikum.

Í starfshópnum sitja:

  • Laufey Helga Guðmundsdóttir, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Kristinn Hjörtur Jónasson, sérfræðingur, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti,
  • Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri, tilnefnd af innanríkisráðuneyti,
  • Baldur Arnar Sigmundsson, lögfræðingur, tilnefndur af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Sigrún Karlsdóttir, náttúruvárstjóri hjá Veðurstofu Íslands og Hafsteinn Pálsson, verkfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti munu einnig starfa með starfshópnum.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum