Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Útgáfa á merkilegum skjölum

Út er komið fyrsta bindið af sex af skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá árunum 1770-1771. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhenti Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra og Mette Kjuel Nielsen sendiherra Dana á Íslandi fyrstu eintök bókarinnar
IMG_9761

Til að fagna útgáfu bókarinnar var efnt til athafnar í Viðey, hátíðasal Þjóðskjalasafnsins, að viðstöddum gestum og starfsfólki safnsins. Bókin er gefin út í samstarfi Þjóðskjalasafns, Sögufélags og danska ríkisskjalasafnsins og stefnt er að því að verkið verða gefið út í sex bindum á næstu þremur árum.

Landsnefndin fyrri var þriggja manna nefnd á vegum konungs sem ferðaðist um Ísland í eitt og hálft ár og safnaði upplýsingum um land, þjóð og aðstæður í samfélaginu. Í bókinni birtast uppskriftir af skjölum, sem íslenskur almenningur skrifaði til nefndarinnar og lýsti kjörum sínum. Sjá nánar á vef Þjóðskjalasafns.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum