Hoppa yfir valmynd
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ráðherra vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Vígsla ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær gesti við vígslu ofurtölvu sem Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan (DMI) reka sameiginlega í húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðarveg. Ofurtölvan, Cray XC30 er í eigu DMI og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Samningur stofnananna tveggja mun veita Veðurstofunni aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spálíkana.

  

Ráðherra sagði m.a. í ræðu sinni að sameiginlegur rekstur ofurtölvunnar væri hagstæður fyrir báða aðila. Með staðsetningu hér á landi væri notuð endurnýjanleg orka við rekstur tölvunnar og Íslendingar gætu verið stoltir af því trausti sem þeim væri falið með vörslu tölvunnar. 

Jafnframt gerði tölvan Veðurstofunni kleyft að leggja meira af mörkum til rannsókna í þágu loftslagsmála. Traust á milli stofnananna tveggja væri lykilatriði til að samstarfið yrði farsælt. Viðstödd við vígsluna voru m.a. Marianne Thyrring, forstjóri DMI og fulltrúar stjórnvalda hér á landi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira