Hoppa yfir valmynd
2. maí 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Staða og horfur í menntastefnu Íslands

Education Policy Outlook 2015 Making Reforms Happen - mynd
OECD hefur gefið út rit um menntastefnu á Íslandi í ritröð sem heitir Education Policy Outlook, sem er ætlað að greina stefnu og umbætur yfirvalda í menntamálum í öllum aðildarríkum OECD.

Greiningin byggir á viðamiklum upplýsingum sem OECD hefur aðgang að í gagnagrunnum sínum og er ætlað að varpa ljósi á stöðu menntamála í hverju landi fyrir sig, greina helstu úrlausnarefni sem menntakerfið stendur frammi fyrir og hvaða aðgerðir stjórnvöld hafa hrint í framkvæmd til að bregðast við þeim. Þetta er sett í samhengi við alþjóðlega þróun og samanburð við stefnur og umbætur á völdum sviðum. Greiningunni er skipt upp í þrjá flokka og sex áherslusvið sem geta stuðlað að umbótum í menntamálum.

Staða og horfur í menntastefnu Íslands


OECD Education Policy Outlook Iceland

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum